Nýlegt efni

Tillaga að sameiningu Sameinaða lífeyrissjóðsins og Stafa lífeyrissjóðs borin upp

Stjórnir Sameinaða lífeyrissjóðsins og Stafa lífeyrissjóðs boða til auka ársfundar 29. september næstkomandi þar sem upp verður borin tillaga að sameiningu sjóðanna. Fundurinn, sem haldinn verður á Grand Hóteli fimmtudaginn 29. september og hefst kl. 16.00, verður sendur út í beinni útsendingu. Allir sjóðfélagar beggja sjóða eru velkomnir.

Lesa meira

Samræmt og sveigjanlegra lífeyriskerfi til framtíðar

LL fagna því að samkomulagi hefur verið náð um breytingar á lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna en samkomulagið stuðlar að því að allt launafólk, hvort sem er á opinberum eða almennum vinnumarkaði, njóti sambærilegra lífeyrisréttinda. Frumvarp sem byggir á samkomulaginu verður lagt fram á Alþingi í vikunni. Verði frumvarpið að lögum taka breytingarnar gildi 1. janúar 2017. […]

Lesa meira

Rannsóknarsjóður Öldrunarráðs Íslands auglýsir eftir umsóknum

Rannsóknarsjóður Öldrunarráðs Íslands auglýsir eftir umsóknum

Umsóknarfrestur er til og með 3. október 2016 og skulu umsóknir sendar til Öldrunarráðs Íslands, Sóltúni 2, 105 Reykjavík. Frekari upplýsingar veitir Anna Birna Jensdóttir, formaður stjórnar Öldrunarráðs. Fyrirspurnir sendist á netfangiðoldrunarrad@oldrunarrad.is  

Lesa meira

Stjórn Brúar og Eftirlaunasjóður Reykjanesbæjar í viðræðum um sameiningu í B deild

Stjórn Brúar lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga og Eftirlaunasjóður Reykjanesbæjar hafa samþykkt að hefja viðræður um sameiningu Eftirlaunasjóðs Reykjanesbæjar í B deild sjóðsins. Það felur í sér að eignasöfn B deildarinnar og eignasafn Eftirlaunasjóðs Reykjanesbæjar verða sameinuð í eitt safn, að skuldbindingum hvers réttindasafns, skuldbindingar Eftirlaunasjóðs Reykjanesbæjar og annarra launagreiðenda verði haldið aðgreindum og að réttindi og […]

Lesa meira

Lífeyrissjóðurinn Gildi valinn besti lífeyrissjóðurinn á Íslandi árið 2016

Tímaritið World Finance hefur valið lífeyrissjóðinn Gildi sem besta lífeyrissjóðinn á Íslandi árið 2016. Blaðið veitir slík verðlaun árlega, en þeir sjóðir sem hljóta verðlaunin hafa að áliti blaðsins skarað fram úr í því að auka traust og trúverðugleika á fjármálamarkaði með vinnubrögðum sínum. Tilnefndi blaðið þrjá sjóði hér á landi til verðlaunanna en samtals fengu 39 lífeyrissjóðir […]

Lesa meira