Fréttir

Frumraun meðal lífeyrissjóða

Rafrænt stjórnarkjör hjá Lífsverki, lífeyrissjóði verkfræðinga á sextugasta aldursári sjóðsins.

>>

Rafrænt stjórnarkjör

Lífeyrissjóður verkfræðinga kýs í stjórn með rafrænum hætti en slíkt hefur ekki áður gerst hér á landi. Í fréttatilkynningu frá sjóðnum segir m.a.: „Blað hefur verið brotið í sögu íslenskra lífeyrissjóða nýverið þegar fram fór fyrsta rafræna stjórnarkjör lífeyrissjóðs hérlendis svo vitað sé hjá Lífsverki, Lífeyrissjóði verkfræðinga.  Var það vel við hæfi á sextugasta aldursári […]

>>

Nýr framkvæmdastjóri hjá Lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga

Gerður Guðjónsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga (LSS) í stað Jóns G. Kristjánssonar sem lætur af störfum í sumar vegna aldurs, en hann hefur verið framkvæmdastjóri sjóðsins frá stofnun hans árið 1998. Gerður hefur gegnt stöðu fjármálastjóra Hafnarfjarðarbæjar frá árinu 2007. Hún hefur setið í stjórn LSS fyrir hönd Samband íslenskra sveitarfélaga frá […]

>>

Fjárfestingarkostum lífeyrissjóða verði fjölgað

Í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis hefur verið rætt frumvarp þar sem lagt er til að lífeyrissjóðum verði veitt heimild til að fjárfesta í verðbréfum sem skráð eru á markaðstorgi fjármálagerninga (MTF) til jafns við verðbréf sem skráð eru á skipulegan markað. Frumvarpið var lagt fram á Alþingi í dag. Það er byggt á frumvarpsdrögum sem Kauphöll […]

>>

Pension Funds Awards 2014

Tímaritið World Finance tilnefnir árlega til verðlaunanna Pension Funds Awards.  Í ár tilnefnir tímartið fjóra íslenska lífeyrissjóði til verðlauna.  Skv. mati World Finance er Almenni lífeyrissjóðurinn besti lífeyrissjóður landsins. Lífeyrissjóðurinn Almenni var einn tuttugu og fjögurra um allan heim sem hljóta verðlaunin. Í umfjöllun tímaritsins um lífeyrissjóðinn segir að með hækkandi meðalaldri og auknum sveiflum á […]

>>