Nýlegt efni

Almenni lífeyrissjóðurinn og Frjálsi lífeyrissjóðurinn meðal þeirra bestu á almennum markaði

Fagtímaritið Investment Pension Europe (IPE) hefur valið Frjálsa lífeyrissjóðinn og Almenna lífeyrissjóðinn bestu lífeyrissjóði í Evrópu meðal þjóða með færri en milljón íbúa. Almenni lífeyrissjóðurinn var einnig valinn besti lífeyrissjóður í Evrópu í flokki lífeyrissjóða á almennum markaði. Investmentment Pension Europe (IPE) er eitt virtasta tímarit Evrópu um lífeyrismál. Tímaritið veitir þeim lífeyrissjóðum verðlaun sem að […]

Lesa meira

Kynningarfundur um breytingar á lögum um almannatryggingar

Kynningarfundur um breytingar á lögum um almannatryggingar

Miðvikudaginn 7. desember stóðu Landssamtök lífeyrissjóða, í samstarfi við Tryggingastofnun ríkisins, fyrir kynningarfundi um breytingar á lögum um almannatryggingar. Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri TR, gerði grein fyrir helstu breytingum í lögunum og á eftir voru fyrirspurnir og umræður. Glærur frá fundinum eru aðgengilegar hér    

Lesa meira

Mánaðarpóstur LL desember 2016

Mánaðarpóstur LL desember 2016

Nýr mánaðarpóstur LL hefur nú litið dagsins ljós. Þar er meðal annars sagt frá kostum lífeyrissjóða þegar kemur að húsnæðissparnaði, Birtu lífeyrissjóði óskað velfarnaðar og sagt frá tveimur kynningarfundum sem LL standa að. Annar er reyndar að baki en það var kynningarfundur um breytingar á fjárfestingarheimildum lífeyrissjóða en framundan er fundur í samstarfi LL og […]

Lesa meira

Breytingar á fjárfestingarheimildum lífeyrissjóða

Breytingar á fjárfestingarheimildum lífeyrissjóða

Eigna- og áhættustýringarnefnd LL stóð í morgun fyrir kynningarfundi á Grand hóteli þar sem Guðmundur Friðjónsson, sviðsstjóri eignastýringarsviðs Brúar lífeyrissjóðs, kynnti fyrir hönd nefndarinnar helstu breytingar á fjárfestingarheimildum lífeyrissjóða. Nefndin hefur nú um nokkurra ára skeið haft breytingarnar til umfjöllunar og var frumvarpið samþykkt sem lög frá Alþingi nýverið. Lögin eru nr. 113/2016. Hægt er […]

Lesa meira

Birta lífeyrissjóður tekur formlega til starfa

Birta lífeyrissjóður tekur formlega til starfa

Birta lífeyrissjóður varð til við sam­ein­ingu Sam­einaða líf­eyr­is­sjóðsins og Stafa líf­eyr­is­sjóðs. Sjóðurinn tók formlega til starfa í dag 1. desember. Sam­ein­ing­in var samþykkt ein­róma á auka­árs­fund­um beggja sjóða og síðan staðfest á stofn­fundi Birtu 29. sept­em­ber síðastliðinn. Birta er fjórði stærsti líf­eyr­is­sjóður lands­ins með yfir 18.000 virka sjóðfé­laga og hreina eign sem nem­ur um 310 […]

Lesa meira