Nýlegt efni

Lífeyrissjóðum veitt heimild til erlendra fjárfestinga

| 19. október 2016

Seðlabanki Íslands hefur tikynnt ákvörðun sína um að veita lífeyrissjóðum og örðum innlendum vörsluaðilum séreignarlífeyrissparnaðar undanþágu frá lögum um gjaldeyrismál til fjárfestinga í fjármálagerningum útgefnum í erlendum gjaldeyri. Heimildin nemur samanlagt 15 ma.kr. og gildir til loka ársins. Sjá nánar frétt á heimasíðu Seðlabanka Íslands.

Lesa meira

Ólafur Sigurðsson ráðinn  framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs

Ólafur Sigurðsson ráðinn framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs

Ólafur Sigurðsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs, sem stofnaður var í lok september við sameiningu Sameinaða lífeyrissjóðsins og Stafa lífeyrissjóðs. Ólafur hefur verið framkvæmdastjóri Stafa lífeyrissjóðs frá stofnun 2006 og var áður framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðsins Lífiðnar og verðbréfafyrirtækisins Virðingar. Ólafur er 46 ára, alinn upp á Ísafirði þar sem hann lauk stúdentsprófi 1990. Árið 1996 brautskráðist […]

Lesa meira

Frumvarp til breytinga á fjárfestingarheimildum lífeyrissjóða samþykkt

Frumvarp til breytinga á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða (fjárfestingarheimildir lífeyrissjóða), var afgreitt sem lög frá Alþingi í dag. Frumvarpið á sér langan aðdraganda og hefur nú loks verið endanlega afgreitt á Alþingi þegar einungis nokkrir dagar eru til þingloka. Hægt er að nálgast lögin á vef Alþingis.

Lesa meira

Fráleit krafa fjármálafyrirtækja um að lífeyrissjóðum verði bannað að lána til fasteignakaupa

| 2. október 2016

Það er almenningi ótvírætt í hag að lífeyrissjóðir veiti áfram sjóðfélögum sínum lán til fasteignakaupa, líkt og þeir hafa gert allt frá því er sjóðirnir voru stofnaðir. Fráleitt væri því að fallast á kröfu Samtaka fjármálafyrirtækja um að Alþingi banni lánastarfsemi lífeyrissjóða. Slíkar lagaskorður ganga gegn almannahagsmunum en lífeyrissjóðir eru eign almennings. Fjármálafyrirtækjum gengur aðeins […]

Lesa meira

Birta lífeyrissjóður stofnaður

Birta lífeyrissjóður stofnaður

| 29. september 2016

Sjóðfélagar Sameinaða lífeyrissjóðsins og Stafa lífeyrissjóðs samþykktu einróma að sameinast á aukaársfundum síðdegis og í kjölfarið var boðað til stofnfundar nýs lífeyrissjóðs sem fékk nafnið Birta lífeyrissjóður.  Þorbjörn Guðmundsson, formaður Sameinaða lífeyrissjóðsins, verður fyrsti formaður stjórnar Birtu og Anna Guðný Aradóttir, formaður Stafa lífeyrissjóðs, varaformaður Birtu.

Lesa meira