Nýlegt efni

Brú lífeyrissjóður – Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga fær nýtt nafn

Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga hefur fengið nýtt nafn og nýja ásýnd. Sjóðurinn heitir nú Brú lífeyrissjóður.  Brú lífeyrissjóður er til húsa að Sigtúni 42. Ný heimasíða er – www.lifbru.is      

>>

Stór stund á EM2016 í fótbolta

Hún var stór stundin í gær í Saint Étienne í Frakklandi þegar Ísland mætti Portúgal á EM karla í fótbolta 2016. Stundin var líka stór fyrir lífeyrissjóðina því í auglýsingatíma útsendingarinnar var frumsýnd leikin auglýsing sem Dagur Hilmarsson og kvikmyndaframleiðandinn Republik ehf. gerðu fyrir LL. Hér birtist sögubrot af mæðgum (raunverulegum!), í fallegu umhverfi. Móðirin […]

>>

Nýr forstjóri Stapa lífeyrissjóðs

Nýr forstjóri Stapa lífeyrissjóðs

Ingi Björnsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Stapa lífeyrissjóðs. Ingi tekur við af Kára Arnóri Kárasyni.Ingi hefur mastersgráðu í hagfræði frá Göteborgs Unitversitet og lauk B.Sc. gráðu í hagfræði frá sama skóla. Hann hefur víðtæka reynslu af störfum á fjármálamarkaði, bæði sem framkvæmdastjóri og stjórnarmaður. Undanfarin ár hefur hann starfað sem útibússtjóri Íslandsbanka á Akureyri.

>>

Stapi á Akureyri í IPE – Investment & Pensions Europe

Í júníhefti tímaritsins IPE – Investment & Pensions Europe er greinargott viðtal við Arne Vagn Olsen, fjárfestingarstjóra hjá lífeyrissjóðnum Stapa á Akureyri, þar sem málefni Stapa eru rædd, fjárfestingar sjóðsins, gjaldeyrishöft og fleira. Fyrirsögnin er „How we run our money: Stapi“ og er viðtalið aðgengilegt hér.  

>>

PensionsEurope’s Conference 2016

PensionsEurope’s Conference 2016

Dagana 22. og 23. júní stendur PensionsEurope fyrir ráðstefnu í Brussel undir heitinu: Making pensions work – More pension saving, better pension investing. Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu PensionsEurope.  

>>